Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Leikmenn: Aðrir eiginleikar

Aldur

Þú getur séð nákvæman aldur leikmanns á leikmannasíðunni. Eitt ár í Hattrick eru 112 dagar, sem þýðir að allir leikmenn eru á ákveðnum aldri og frá 0-111 daga.

Persónuleiki

Allir leikmenn hafa persónuleika. Þeir geta verið viðkunnalegir eða illgjarnir, leiðtogar eða einfarar, skapstyggir eða rólegir. Eins og staðan er í dag ræður persónuleikinn ekki miklu í leiknum, en það er t.d. skynsamlegt að skipa liðsfyrirliða með góða leiðtogahæfileika. Nánari upplýsingar má finna í sálfræðikaflanum.

Reynsla

Leikmenn sem hafa spilað marga og mikilvæga leiki verða reynslumiklir en reynslan mun koma að góðu í næstu leikjum á marga vegu. Að vera reynslumikil getur hrint af stað sérstökum atburðum til marktækifæra og hjálpað liði að halda skipulagi á leikkerfi. Við mælum reynslu af aðskildum tölum sem eru ekki háðar hæfni leimanns. Hver leikur og hver gerð þeirra hefur ólík áhrif á hve fljótt leikmaður fær reynslu. Leikmaður þarf samtals 100 reynslupunkta til að ná nýju þrepi í reynslubankann. Fjölda punkta eftir leik má sjá á töflunni.

Tegund leiks Reynslupunktar
Deildarleikur 3.5
Umspilsleikur 7
Leikur í aðal bikar 7
Leikur í öðrum bikar 1.75
Æfingaleikur 0.35
Alþjóðlegur æfingaleikur 0.7
Leikur í HT Masters 17.5
Leikur 2. flokks 3.5
Æfingaleikur 2. flokks 0.35
(Gamalt) Leikur í Heimsmeistarakeppninni 35
(Gamalt) Úrslitaleikur Heimsmeistarakeppninnar 70
(Gamalt) Æfingaleikir landsliða 7
Leikur í Heimsmeistarakeppninni 28
Heimsmeistarakeppnin (Undanúrslit og Úrslit) 56
Heimsmeistarakeppni (Villikort) 14
Álfukeppnin 14
Álfukeppnin (Fjórðungs- og Undanúrslit og Úrslit) 21
Landakeppni 7
Landsbikar (Útsláttur) 14
Vináttuleikur landsliðs 3.5

Tryggð

Leikmenn með háa tryggð við félagið standa sig betur á vellinum. Tryggð eykst því meiri tíma leikmaðurinn eyðir hjá félaginu.

Það eru tvær tegundir af tryggð:

Tryggðarbónus leikmanna

Fyrir hvern samfelldan dag sem þú ert með leikmann í liðinu þínu, þá tengist hann smátt og smátt meiri tryggðarböndum við liðið þitt. Því hændari og tryggari hann verður, því betur mun hann spila.

Tryggð öðlast hraðar í byrjun, síðan hægar og hægar með tímanum. Hámarks tryggð er náð eftir þrjú tímabil, en eftir 12 vikur er miðju vegu náð.

Hámarks bónus: +1 stig bætist ofan á alla getu (úthald undanskilið)

Dæmi: Jón Sigurvinsson er sterkur í leiktækni og sæmilegur í vörn og hann hefur náð hámarki (guðdómlegur) í tryggð. Hann mun þá spila eins og hann væri frábær í leiktækni og sterkur í vörn (og þessi framistaða mun líka endurspeglast í stjörnugjöfinni).

Þegar leikmaður nær guðdómlegri tryggð, fær hann fullan bónus. Unglingaleikmenn þínir byrja með guðdómlega tryggð.

Vinsamlegast athugið að leikmaður tapar tryggð sinni við félagið þitt ef þú selur hann til annars félags. Svo ef þú kaupir hann aftur seinna, þá þarftu að byggja upp tryggð hans frá byrjun.

Tryggðarbónus móðurfélags

Leikmenn sem spila fyrir uppeldisfélag sitt (móðurfélag), eins og unglingaleikmenn þínir í gegnum allan sinn feril, munu alltaf gefa eitthvað aukalega af sér inn á vellinum, þar sem félagið á sérstakan stað í hjarta þeirra.

Bónus: +0.5 stig bætist ofan á alla hæfni (úthald undanskilið).

Leikmenn sem hafa spilað allan ferilinn fyrir uppeldisfélagið sitt verða tilgreindir með hjartatákni á leikmannasíðu þeirra. Hafið í huga að uppeldisleikmenn þú hefur selt og keypt aftur, fá ekki þennan bónus.

Að öðlast báða bónusa

Það er fullkomlega hægt fyrir leikmenn að fá báða bónusina. Þegar þú tekur unglingaleikmann upp í aðalliðið (skiptir ekki málið hvort unglingakerfið þú notar), mun hann fá 1,5 stig á alla hæfni (fyrir utan úthald), þangað til þú selur hann.

.

Hæfnismat leikmanns (TSI)

TSI er mælikvarði á hve hæfur leikmaður er. TSI eykst með þjálfun og getur einnig aukist (og rýrnað) með formi.

Form

Því betra formi sem leikmaður er í, því betur mun hann standa sig. Þetta snýst samt ekki um líkamlegar aðstæður, það hefur ekkert með að gera hversu vel þjálfaður leikmaður er. Form í Hattrick endurspeglar samblöndu af hliðum sem gerir það mögulegt, eða kemur í veg fyrir, að leikmaður nái að nýta hæfileika sína til fullnustu - eins og t.d. hvernig einkalífið hjá honum er þá stundina.

Á leikmannasíðunni geturðu séð "núverandi form" á leikmanni. Það er gildið sem er notað fyrir leiki. Leikmaður sem er t.d. "frábær" og "hörmulegur" í formi er t.d. oftast verri en "sæmilegur" leikmaður og "sterkur" í formi. Neikvæð áhrif á núverandi formi ræðst af hversu mikla þolþjálfun liðið fær; því meira þol sem þú þjálfar (prósentulega séð) því meiri neikvæðari áhrif.

Að auki er falið "bakgrunns form", sem er notað til að reikna út hvert form leikmanns stefnir. Í hverri viku, á meðan þjálfun stendur, breytist núverandi form leikmanns, í áttina að falda bakgrunnsforminu. Núverandi form breytist ekki strax í það gildi sem bakgrunnsformið er. Í staðinn færist það í skrefum á fáeinum vikum, en því lengra frá bakgrunnsforminu þeir eru, því stærri verða skrefin.

Eftir að núverandi form breytist á meðan þjálfun stendur, þá er möguleiki á að bakgrunnsformið breytist fyrir hvern leikmann. Hver leikmaður hefur sömu einstaka möguleika á að bakgrunnsformið breytist hjá honum, og það er ekkert sem þú getur gert til að hafa áhrif á þessa möguleika. Samt sem áður, þegar tilviljunarkennd fyrirskipun um að bakgrunnsform hjá leikmanni muni breytast, þá eru nokkrir áhrifaþættir sem ákvarða hvernig nýja bakgrunnsformið verður:

  • Ef leikmaður hefur tekið þátt í leik í vikunni. Þetta er mjög mikilvægt!
  • Styrkleiki þjálfunar - því duglegri þjálfun, því betra almennt form
  • Þjálfarinn þinn - því hæfari sem hann er, því betra almennt form
  • Formþjálfari - Formþjálfari sérhæfir sig í að bæta formið á leikmönnum þínum.
  • Aðstoðarþjálfarar - Aðstoðarþjálfarar hjálpa einnig við að bæta form

Sérsvið

Hér um bil helmingur allra leikmanna hafa einkenni sem kallast "sérsvið" og hafa þau áhrif á leiki. Til eru 5 mismunandi aðalsérsvið fyrir leikmenn: "Tæknilegur", "Snöggur", "Skallamaður", "Kraftmikill" og "Óútreiknanlegur". Sérhvert sérsvið hefur góðar og slæmar hliðar, útskýrt nánar í kaflanum um Sérstök Atvik. Sérsvið geta einnig komið að góðum notum fyrir ákveðnar tegundir af taktík eins og er útskýrt í Taktíkkaflanum.

Tvenn sjaldgæf sérsvið eru líka til: Hraustmenni og Stuðningur. Leikmenn með hraustmennis sérsviðið eru fljótari að jafna sig á meiðslum en aðrir leikmenn og gætu jafnað sig á meiðslum í leik. Stuðningur munu reyna að hjálpa næstu liðsfélögum til að standa sig betur en það getur einnig riðlað skipulag liðsins.

Meiðsli

Stundum meiðast leikmenn. Ef svo er munu meiðslin, nema þau séu væg, koma þeim á heilsugæsluna í nokkra leiki. Áhættan á meiðslum eykst þegar lið eykur styrkleika þjálfunar eða fjölda aðstoðarþjálfara eykst.

Eldri leikmenn eru lengur að jafna sig, og hægt er að ráða mjög hæfan lækni til að flýta fyrir bata. Læknir minnkar meiðslahættu. Leikmenn sem nálgast fertugsaldurinn munu samt eiga í vandræðum að ná fullum bata. Einnig ber að hafa það í huga að meiðslatími sem er gefinn upp í vikum - ef aðalframherjinn þinn er meiddur í viku, tekur hann það eina viku í að verða frískur.

Gul og rauð spjöld

Leikmenn gætu fengið áminningu eða verið reknir útaf í leik. Mjög árásargjarnir leikmenn eru þar líklegri og þá sérstaklega þeir sem hafa lítinn heiðarleika og eru reynslulitlir. 2 gul spjöld í leik leiðir sjálfkrafa til þess að leikmaður er rekinn af velli. Leikmaður sem er rekinn af velli verður í banni næsta keppnisleik.

Leikmaður tekur einnig út bann í einn keppnisleik þegar hann hefur safnað að sér 3 gulum spjöldum í gegnum tíðina á leiktímabilinu. Bókanir í deildar, bikar og umspilunarleikjum gilda eins. Ef leikmaður hefur þegar verið bókaður tvisvar í deildarleik á tímabilinu, og fær svo aðra bókun í bikarleik, verður hann í banni í næsta keppnisleik, án tillits til hvort það er deildarleikur, bikarleikur eða umspilunarleikur.

Þú getur skoðað leikmannalistann og skoðað hversu margar bókanir leikmenn hafa fengið fyrir leik. Leikmaður sem hefur fengið 3 gul spjöld eða hefur verið rekinn út af í síðasta leik, mun bera rauða spjaldið á leikmannalistanum, sem sýnir fram á bann í næsta keppnisleik. Bókanir brottvikins leikmanns eru þurrkaðar út þegar keppnisleikur hefur verið spilaður. Einnig, allar bókanir hjá öllum leikmönnum eru þurrkaðar út í lok tímabils. Félagaskipti hafa ekki áhrif á spjöld leikmanna. Leikmaður getur ekki fengið brottvikningu (eða brot þurrkuð út) úr æfingaleik.

 
Server 082