Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Uppstilling: Grunnþættirnir

Sem stjóri yfir liðinu þínu ákveður þú hvernig liðið þitt spilar og hvaða leikkerfi skal nota. Fyrir hvern leik sendir þú þínar ákvarðanir, liðsskipanir þínar, í gegnum leikskipunarformið sem þú finnur undir leikjalistanum þínum. Allar skipanir þurfa að berast minnst 20 mínútum fyrir leik, en mundu að klukka dómarans getur verið í ósamræmi við þína klukku, svo reyndu að forðast að vera á síðasta snúningi með leikskipanir á síðustu mínútu.

Þú getur einnig látið leikskipun vera “sjálfgefin liðsuppstilling” (sem við mælum með að þú gerir sem varúðarráðstöfun). Þetta þýðir að Hattrick mun gera ráð fyrir þessari leikskipun fyrir komandi leiki en þú getur alltaf lagfært skipanirnar í samræmi við aðstæður fyrir komandi leiki.

Byrjunarlið og innáskiptingar

Fyrir hvern leik velur þú 11 leikmenn í byrjunarliðið, varamenn, leikmann fyrir föst leikatriði og fyrirliða liðsins. Til þess að velja leikmenn á viðkomandi staði í leiksskipunarforminu, er nóg að draga þá í þær stöður þangað sem þú vilt og sleppa svo (drag and drop).

Ef einn af leikmönnum þínum meiðist, mun varamaðurinn í þeirri stöðu fara inná í hans stað. Ef þú ert ekki með varamann skipaðann í þá stöðu (eða ef hann er meiddur líka) þá mun einn af hinum varamönnunum vera valinn sjálfkrafa.

Ef þú átt engar skiptingar eftir eða enga á varamannabekknum, verður þú að halda áfram með 10 leikmenn. Ef markvörðurinn meiðist (eða þú ekki sett neinn þar) mun útispilandi leikmaður taka plássið hans. Þú getur einnig sett inn forsendur fyrir innáskiptingar. (sjá kaflann um innáskiptingar fyrir frekari skýringar).

Yfirgangur

Mundu að þú verður að byrja deildar eða bikarleikinn með að minnsta kosti 9 leikmönnum til þess að forðast sjálfgefið tap, sem einnig þýðir að áhrifin á þjálfunina fyrir þennan leik er töpuð.

Ef þú nærð ekki að stilla upp að minnsta kosti 9 mönnum í móts-, stökum leikjum eða leikjum með yngri flokknum, þá fá drengirnir úr nágreninu að vera með. Öfugt við keppnisleiki, þá hefur þetta ekki neikvæð áhrif á þjálfun leikmanna sem hafa stillt upp í keppnisleik þá vikuna.

Að velja leikkerfi

Þú getur spilað hvaða leikkerfi sem hægt er að búa til í leikskipanaforminu. Þjálfunarsíðan er líka með nákvæman lista yfir leikkerfin.

Verðugt að vita að þegar fleiri en einn spilar í miðjustöðu (varnarmaður, miðjumaður eða framherji) munu þeir ekki stuðla til einkunnargjafar liðsins af fullri getu. Þessi getuminnkun er meiri ef þrír leikmenn eru í stað tveggja. Rökin á bakvið þetta er sú að þegar fleiri en einn spila á sama svæði, byrja þeir að treysta hver á annan og því munu þeir ekki spila upp á sína bestu getu.

Í stuttu máli sagt, einn leikmaður í miðjustöðu spilar 100%. Með því að nota tvo kemur smá minnkun sem hefur áhrif á báða leikmenn og að notast við alla 3 er minnkunin meiri og hefur áhrif á alla 3 leikmennina. Þetta minnkun hefur áhrif á alla hæfileika leikmannsins.

Minnkunin er einnig meiri fyrir miðjumenn heldur en framherja og enn meiri heldur en fyrir varnarmenn. Til að vera nákvæmari þá er minnkunin hjá innri miðjumönnum tvöfalt meiri heldur en hjá varnarmönnum og framherjar eru einhversstaðar mitt á milli þeirra.

Taktík og liðsandi

Á uppstillingarsíðunni getur þú einnig sett inn þína liðstaktík (ef einhverjar) og liðsáherslu gagnvart leiknum. Taktíkin er útskýrð í kaflanum um taktík en liðsáherslur eru útskýrðar í sálfræðikaflanum.

Dekkunarskipunin

Með dekkun skiparðu leikmanni þínum að elta og reyna að deyfa lykilleikmann andstæðingsins. Dekkun er aldrei án áhættu svo hana skal nota af varfærni en með réttum leikmanni og á réttum tíma. Dekkun getur skilað árangri til að jafna möguleikana í leik.

Meginatriðið er að þú skipar einum af leikmönnunum til að fylgja ákveðnum leikmanni andstæðingsins eftir eins og kaldur skugginn. Sé sá andstæðingur á vellinum, fer þessi aðgerð af stað eftir fimm mínútur og þinn maður stendur sig samt síður en hann ætti að gera fyrir liðið. Sem sagt, hæfni hans rýrnar um 50% sé hinn leikmaðurinn nær á vellinum og 65% ef hann er fjær. Ávinningurinn er, vonandi, að framlag þess er dekkaður er, rýrnar einnig. Það veltur á hæfni þess er dekkar. Galdurinn felst í því að finna stöðuna hvernig dekkunin kemur best út og að forðast sú lökustu.

Leikmaður sem er látinn dekka getur ekki fengið önnur skipun: Það þýðir að gefa leikmanni dekkunarskipun, fellur út aðrar skipanir sem hann kynni að hafa fengið, eins og að spila sóknarlega, varnarlega, að kanit eða að miðju.

Aðeins er hægt að láta einn mann dekka í leik. Sá sem dekkar getur verið varnarmaður, bakvörður og miðjumaður og hann getur aðeins dekkað sóknarmann, kantmann eða miðjumann. Sé sá sem dekka á, ekki í liðinu eða þá að hann sé ekki í dekkanlegri stöðu, pásast skipunin en framlag leikmannsins rýrnar engu að síður um 10%. Dekkunin getur farið í gildi ef leikmanninum sé skipt inn á eða hann færi sig yfir í dekkanlega stöðu.

Þegar dekkun er í gangi, mun leikmaður ekki afkasta eins miklu með hæfni sinni í taktík liðsins eins til dæmis pressu eða skyndisóknir. Hins vegar mun hann leggja sig meira fram eftir hæfni sinni ef dekkunin hefur ekki verið ræst en aðeins eftir 10% rýrnuninni eins og nefnd er að ofan.

Varnarhæfnin er það sem skiptir máli fyrir þann sem dekkar. Hún er borin saman við hæfni þess sem dekkaður er. Þessi samanburður ákveður hversu góð dekkunin er á þann dekkaða. Varnarhæfni kraftmikilla dekkara eflist um 10% þegar þeir dekka mann en leikmenn án sérsviðs eflast um 5%. Sé sá hinn dekkaði, tæknilegur, hefur það neikvæð áhrif á hans bestu hæfni sem rýrnar um 8%. Óútreiknanlegur leikmaður eflist hins vegar um 8%. Form, úthald, reynsla, trúlindi, heimamaður og heilsufar eru mikilvægir þættir fyrir dekkarann og hinn dekkaða. Athugið að allt þetta aukalega og áhrif af sérsviðum eru tekin með í reikningin aðeins til að reikna út áhrifin af dekkuninni.

Hver frávik á alla þá hæfni fyrir þann sem dekkar mann, nema markvörslu og föst leikatriði. Frávik líka á þann sem er dekkaður.

Einstaklingsskipanir

Þú getur gefið öllum leikmönnum þínum (fyrir utan markmann) sérstakar skipanir. Þú getur t.d. skipað miðjumanninum þínum að spila varnarsinnað. Þetta þýðir það að hann er enn miðjumaður en einbeitir sér meira að varnarhlutverkinu en eðlilega, og minna að sókninni. Það eru fjórar einstaklingsskipanir. Sjá þessa töflu fyrir ítarlegri upplýsingar fyrir hverja stöðu fyrir sig. Einnig er hægt að fæa leikmann til að dekka lykilleikmann andstæðingsins. Frekara um þetta má sjá í kaflanum um Dekkun.
 
Server 082